Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 13:02 Sylvía Rún Hálfdánardóttir snýr aftur í slaginn í efstu deild en í þetta sinn með Ármanni. Ármann Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía. Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía.
Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira