Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 10:30 Wendie Renard mætir ekki í Laugardalinn í byrjun júní. Hér er hún í baráttu við Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti. Getty/Marcio Machado Margir ráku upp stór augu þegar landsliðshópur Frakka fyrir komandi leiki í Þjóðadeild kvenna í fótbolta var kynntur í gær. Stórar stjörnur sitja heima þegar Frakkar sækja Ísland heim í júní. Landsliðsfyrirliðinn Wendie Renard er ekki í hópnum og sama má segja um Eugenie Le Sommer, leikjahæsta leikmann landsliðsins, og Kenza Dali, sem á að baki 76 landsleiki og verið stór hluti af liðinu á HM 2023 og ÓL 2024. Samanlagt eiga þær þrjár að baki 444 landsleiki fyrir Frakklands hönd en munu allar sitja heima þegar Frakkland mætir Sviss og svo Íslandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni. Laurent Bonadei, þjálfari landsliðsins, segist ekki útiloka þær frá EM í júlí en hann vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri í aðdraganda mótsins. Renard er 34 ára gömul og er á meðal sigursælli leikmanna sögunnar, hefur unnið frönsku deildina 18 sinnum og Meistaradeild Evrópu átta sinnum. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2011 og sagði fyrr í vor markmið Frakka vera að vinna EM í sumar. Renard, líkt og Le Sommer, sem hefur spilað 200 landsleiki og skoraði í þeim 94 mörk, á enn eftir að fagna titli með landsliðinu og Frakkar leita enn síns fyrsta stóra titils í kvennaflokki. Frakkar koma hingað til lands eftir leikinn við Sviss og mæta Íslandi á nýjum hybrid-velli í Laugardal þann 3. júní. Fyrir það mætir Ísland Noregi þann 30. maí ytra. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Wendie Renard er ekki í hópnum og sama má segja um Eugenie Le Sommer, leikjahæsta leikmann landsliðsins, og Kenza Dali, sem á að baki 76 landsleiki og verið stór hluti af liðinu á HM 2023 og ÓL 2024. Samanlagt eiga þær þrjár að baki 444 landsleiki fyrir Frakklands hönd en munu allar sitja heima þegar Frakkland mætir Sviss og svo Íslandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Þjóðadeildinni. Laurent Bonadei, þjálfari landsliðsins, segist ekki útiloka þær frá EM í júlí en hann vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri í aðdraganda mótsins. Renard er 34 ára gömul og er á meðal sigursælli leikmanna sögunnar, hefur unnið frönsku deildina 18 sinnum og Meistaradeild Evrópu átta sinnum. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2011 og sagði fyrr í vor markmið Frakka vera að vinna EM í sumar. Renard, líkt og Le Sommer, sem hefur spilað 200 landsleiki og skoraði í þeim 94 mörk, á enn eftir að fagna titli með landsliðinu og Frakkar leita enn síns fyrsta stóra titils í kvennaflokki. Frakkar koma hingað til lands eftir leikinn við Sviss og mæta Íslandi á nýjum hybrid-velli í Laugardal þann 3. júní. Fyrir það mætir Ísland Noregi þann 30. maí ytra.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Franski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira