Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni vegna styrkjamálsins. Daða Má var nóg boðið og sagði þetta ekki skipta neinu máli. vísir/anton brink/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira