Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. maí 2025 09:01 Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar