Af og frá að slakað sé á aðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Vísir/Anton Brink Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Lagning orðið gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Lagning orðið gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55