Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2025 15:59 Grímur ræddi kynlífskúgun á þinginu nú fyrir stundu. Hann sagði slík óþverrabrögð algeng þar sem glæpamennirnir treysti á skömm þeirra sem fyrir verða. vísir/anton brink Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. „Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál. Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
„Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál.
Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira