Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:34 Lögreglumenn á vettvangi morðsins á Andriy Portnov í Madrid í morgun. AP/Paul White Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Andriy Portnov var einn af helstu ráðgjöfum Viktors Janúkovitsj í forsetatíð hans sem endaði í skugga mannskæðra mótmæla árið 2014. Hann var skotinn til bana fyrir utan bandarískan skóla í Pozuelo Alarcón, úthverfi spænsku höfuðborgarinnar, þegar hann var nýbúinn að skutla börnunum sínum þangað klukkan 9:15 að staðartíma. Samkvæmt heimildum spænska blaðsins El País réðust tveir eða þrír árásarmenn skutu hann nokkrum skotum, þar á meðal í hnakkann. Enginn hefur hefur enn verið handtekinn vegna morðsins. Beittur refsiaðgerðum og rannsakaður fyrir landráð og spillingu Portnov, sem var 51 árs gamall, var þingmaður á úkraínska þinginu á sínum tíma og var einn nánasti ráðgjafi Janúkovitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum í Euromaidan-mótmælunum svonefndu. Janúkovitsja var hliðhollur stjórnvöldum í Kreml. Mótmælin hófust þegar hann ákvað skyndilega að hætta við að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og snúa sér frekar að Rússlandi. Eftir fall Janúkovitsj-stjórnarinnar yfirgaf Portnov Úkraínu og bjó meðal annars um tíma í Rússlandi. Bandarísk stjórnvöld lögðu refsiaðgerðir á hann árið 2021 fyrir spillingu. Úkraínsk yfirvöld hafa nokkrum sinnum reynt að sækja Portnov til saka fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal landráð í tengslum við innlimun Rússa á Krímskaga og spillingu. Sakamáli á hendur honum var lokað árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Erlend sakamál Spánn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira