„Það er bara dýrt að vera fátækur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. maí 2025 18:36 Sigþór Sigurðsson er framkvæmdastjóri Colas á Íslandi. Vísir Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Á heimasíðu Vegagerðarinnar má finna viðvörun þar sem varað er við bikblæðingum í öllum landshlutum. „Vart hefur orðið við bikblæðingar í sunnanverðum Hvalfirði, Snæfellsnesvegi við Kaldármela, Borgarfirði upp að Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku, norðan Búðardals, sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi, á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, við Ljósavatn, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði, Suðurlandinu og við Kerið. Vegfarendur eru beðnir að sína aðgát og að draga úr hraða.“ Aðferðin ekki lengur boðleg Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas á Íslandi, og Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur ræddu þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigþór segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að á Íslandi sé í flestum tilfellum ódýrasta og einfaldasta aðferðin notuð við að leggja bundið slitlag, klæðning. „Þetta er ódýrasta lausnin, það er verið að sprauta út bindiefni og dreifa í þetta steinum. En því miður er þetta þannig að við erum að nota þessa aðferð við vegalagningu við vegi þar sem er miklu meiri umferð, þar sem þessi aðferð er í rauninni ekki lengur boðleg,“ segir hann. Hann bendir á að í Reykjavík og flestum þorpum um landið sé malbik, ekki klæðning. Engar blæðingar hafi verið í Reykjavík undanfarna daga þrátt fyrir mikinn hita. Á Íslandi sé verið að nota klæðningu á vegi sem ætti að vera búið að malbika. Þungaflutningar og mikil umferð þrýsti bikinu upp úr vegklæðningunni þegar það hitnar svona snögglega. Klæðningin hafi dugað til 2012 Ólafur segir að þegar farið var í að leggja bundið slitlag á vegina upp úr 1970 hafi ódýrasta aðferðin verið notuð, klæðning. „Það dugði lengi vel, þangað til svona 2011 - 2012. Þá gerðist tvennt. Túristasprengjan, allt árið um kring og landflutningar. Þannig það er miklu meira álag á veginn núna,“ segir hann. Blæðingarnar sem nú sé varað við séu aðallega í brekkum eins og Bröttubrekku og Öxnadalsheiði. „Af hverju, jú af því þar standa trukkarnir og rúturnar á bremsunni eða gjöfinni þannig það er meira álag á malbikið. Við erum bara að fara yfir þetta þrep, sem er að klæðningin dugar ekki.“ Þrátt fyrir þetta sé enn verið að leggja klæðningu á nýja vegi eins og Teigsskóg. „Hann var opnaður fyrir tveimur eða þremur árum, það er búið að klæða hann aftur, og hann er aftur að verða ónýtur. Það sama er að gerast um allt land.“ Miklu dýrara að laga á hverju ári Ólafur segir að það sé í raun miklu dýrara að fara á hverju ári með tæki og tól að klæða. „Ég er með ártölin á þessu, hef verið að fylgjast með þessu, þeir eru að fara á sömu staðina eftir svona 2-3 ár. Á meðan malbikið dugar hvað fimmtán tuttugu ár, gott malbik,“ segir hann. Menn eru að spara aurinn en kasta krónunni? „Jájá og þetta er sama mantra og maður hefur verið að koma með aftur og aftur, ár eftir ár, að Vegagerðin hefur verið algjörlega fjársvelt í viðhaldsfé síðan í hrunárunum, fimmtán eða að verða sautján ár,“ segir Sigþór. Innviðaskuldin orðin 200 til 300 milljarðar Sigþór segir að innviðaskuldin í vegakerfinu eingöngu sé talin vera tvö til þrjú hundruð milljarðar. „Þið getið ímyndað ykkur hvað væri búið að gera og malbika ef það væri búið að nota þessa peninga á þessum árum,“ segir hann. Til dæmis skýtur hann á að það myndi kosta um 8 milljarða að leggja malbik á vegkaflan milli Borgarness og Akureyrar. Ólafur segir að á ráðstefnum sem hann hefur sótt víða um heim hafi flestir verið sammála um að hvert land þyrfti að eyða 2-3 prósentum af vergri landsframleiðslu á ári í að viðhalda Vegakerfi. Frá árinu 1964 hafi Ísland aðeins tvisvar náð tveimur prósentum, og nú séum við að narta í eitt prósent á hverju ári frá 2008. Ábyrgðin liggi hjá þinginu ekki Vegagerðinni. „Já þingið þarf að fara fjármagna þetta. Við erum búin að borga þessa tölu í sköttunum okkar, tekjur af umferð og bílum eru held ég hátt í 80 milljarðar á ári. Ríkið er bara ekki að skila því sem við erum búin að borga í vegakerfið,“ segir hann. Blæðingar þekkist um allan heim Sigþór segir að bikblæðingar þekkist um allan heim, þær séu í Skandinavíu, Hollandi og á Írlandi bara til dæmis. Vegagerðin á Íslandi hafi brugðist við blæðingum með sandburði og það sé þekkt aðferð sem víða séu nefndar. „Hugmyndin er að sandurinn taki umframbikið sem er komið í yfirborðið og bindi það aðeins, og kastist svo í kantana. En eðlilega þá vefst þetta upp á dekkin á miklum hraða.“ Þessa dagana sé tæknihópur frá Colas í Evrópu frá Írlandi í heimsókn á Íslandi. Írar hafi verið í sömu hitabylgju og Íslendingar undanfarna daga og þeir hafi líka átt við bikblæðingar. „Þeir beita annarri aðferð, þeir dreifa stærri steinum og valta. Þeir í rauninni fara að klæða upp á nýtt. En það er dýrara en að sanda. Þeir sögðu mér að í Bretlandi væri notað lime, þeir sprauta svona lime-dufti, kalki, til að binda bikið aftur, dýrari aðferð.“ Reikningurinn hjá okkur lendir alltaf á almenningi? „Já það er bara dýrt að vera fátækur. Við erum alltaf að nota ódýrustu aðferðirnar, ódýrustu lausnirnar. Það er sagan endalausa í þessu,“ segir Sigþór. Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Á heimasíðu Vegagerðarinnar má finna viðvörun þar sem varað er við bikblæðingum í öllum landshlutum. „Vart hefur orðið við bikblæðingar í sunnanverðum Hvalfirði, Snæfellsnesvegi við Kaldármela, Borgarfirði upp að Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku, norðan Búðardals, sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi, á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, við Ljósavatn, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði, Suðurlandinu og við Kerið. Vegfarendur eru beðnir að sína aðgát og að draga úr hraða.“ Aðferðin ekki lengur boðleg Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas á Íslandi, og Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur ræddu þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigþór segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að á Íslandi sé í flestum tilfellum ódýrasta og einfaldasta aðferðin notuð við að leggja bundið slitlag, klæðning. „Þetta er ódýrasta lausnin, það er verið að sprauta út bindiefni og dreifa í þetta steinum. En því miður er þetta þannig að við erum að nota þessa aðferð við vegalagningu við vegi þar sem er miklu meiri umferð, þar sem þessi aðferð er í rauninni ekki lengur boðleg,“ segir hann. Hann bendir á að í Reykjavík og flestum þorpum um landið sé malbik, ekki klæðning. Engar blæðingar hafi verið í Reykjavík undanfarna daga þrátt fyrir mikinn hita. Á Íslandi sé verið að nota klæðningu á vegi sem ætti að vera búið að malbika. Þungaflutningar og mikil umferð þrýsti bikinu upp úr vegklæðningunni þegar það hitnar svona snögglega. Klæðningin hafi dugað til 2012 Ólafur segir að þegar farið var í að leggja bundið slitlag á vegina upp úr 1970 hafi ódýrasta aðferðin verið notuð, klæðning. „Það dugði lengi vel, þangað til svona 2011 - 2012. Þá gerðist tvennt. Túristasprengjan, allt árið um kring og landflutningar. Þannig það er miklu meira álag á veginn núna,“ segir hann. Blæðingarnar sem nú sé varað við séu aðallega í brekkum eins og Bröttubrekku og Öxnadalsheiði. „Af hverju, jú af því þar standa trukkarnir og rúturnar á bremsunni eða gjöfinni þannig það er meira álag á malbikið. Við erum bara að fara yfir þetta þrep, sem er að klæðningin dugar ekki.“ Þrátt fyrir þetta sé enn verið að leggja klæðningu á nýja vegi eins og Teigsskóg. „Hann var opnaður fyrir tveimur eða þremur árum, það er búið að klæða hann aftur, og hann er aftur að verða ónýtur. Það sama er að gerast um allt land.“ Miklu dýrara að laga á hverju ári Ólafur segir að það sé í raun miklu dýrara að fara á hverju ári með tæki og tól að klæða. „Ég er með ártölin á þessu, hef verið að fylgjast með þessu, þeir eru að fara á sömu staðina eftir svona 2-3 ár. Á meðan malbikið dugar hvað fimmtán tuttugu ár, gott malbik,“ segir hann. Menn eru að spara aurinn en kasta krónunni? „Jájá og þetta er sama mantra og maður hefur verið að koma með aftur og aftur, ár eftir ár, að Vegagerðin hefur verið algjörlega fjársvelt í viðhaldsfé síðan í hrunárunum, fimmtán eða að verða sautján ár,“ segir Sigþór. Innviðaskuldin orðin 200 til 300 milljarðar Sigþór segir að innviðaskuldin í vegakerfinu eingöngu sé talin vera tvö til þrjú hundruð milljarðar. „Þið getið ímyndað ykkur hvað væri búið að gera og malbika ef það væri búið að nota þessa peninga á þessum árum,“ segir hann. Til dæmis skýtur hann á að það myndi kosta um 8 milljarða að leggja malbik á vegkaflan milli Borgarness og Akureyrar. Ólafur segir að á ráðstefnum sem hann hefur sótt víða um heim hafi flestir verið sammála um að hvert land þyrfti að eyða 2-3 prósentum af vergri landsframleiðslu á ári í að viðhalda Vegakerfi. Frá árinu 1964 hafi Ísland aðeins tvisvar náð tveimur prósentum, og nú séum við að narta í eitt prósent á hverju ári frá 2008. Ábyrgðin liggi hjá þinginu ekki Vegagerðinni. „Já þingið þarf að fara fjármagna þetta. Við erum búin að borga þessa tölu í sköttunum okkar, tekjur af umferð og bílum eru held ég hátt í 80 milljarðar á ári. Ríkið er bara ekki að skila því sem við erum búin að borga í vegakerfið,“ segir hann. Blæðingar þekkist um allan heim Sigþór segir að bikblæðingar þekkist um allan heim, þær séu í Skandinavíu, Hollandi og á Írlandi bara til dæmis. Vegagerðin á Íslandi hafi brugðist við blæðingum með sandburði og það sé þekkt aðferð sem víða séu nefndar. „Hugmyndin er að sandurinn taki umframbikið sem er komið í yfirborðið og bindi það aðeins, og kastist svo í kantana. En eðlilega þá vefst þetta upp á dekkin á miklum hraða.“ Þessa dagana sé tæknihópur frá Colas í Evrópu frá Írlandi í heimsókn á Íslandi. Írar hafi verið í sömu hitabylgju og Íslendingar undanfarna daga og þeir hafi líka átt við bikblæðingar. „Þeir beita annarri aðferð, þeir dreifa stærri steinum og valta. Þeir í rauninni fara að klæða upp á nýtt. En það er dýrara en að sanda. Þeir sögðu mér að í Bretlandi væri notað lime, þeir sprauta svona lime-dufti, kalki, til að binda bikið aftur, dýrari aðferð.“ Reikningurinn hjá okkur lendir alltaf á almenningi? „Já það er bara dýrt að vera fátækur. Við erum alltaf að nota ódýrustu aðferðirnar, ódýrustu lausnirnar. Það er sagan endalausa í þessu,“ segir Sigþór.
Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira