Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 15:37 Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Getty Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko. Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira
Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko.
Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira