Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2025 23:38 Teikning af Dawn Richard í dómsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams. Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. Richard sagði frá þessu í New York í dag þar sem réttarhöld gegn Diddy fara nú fram. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Diddy segist alfarið saklaus. Verjendur hans segja saksóknarar hafa safnað vísbendingum um mögulegt heimilisofbeldi en ekki þá alríkisglæpi sem hann hafi verið sakaður um. Cassie bar vitni í málinu í síðustu viku, þar sem hún sagði frá tíðum og umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum þar sem hún hafi meðal annars verið látin hafa mök við aðra menn á meðan Diddy horfði á og tók það jafnvel upp. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Við vitnaleiðslu í dag sagði Richard, samkvæmt AP fréttaveitunni, frá því að hún hafi séð Diddy reyna að slá Cassie með pönnu. Hann hafi ekki hitt og í kjölfarið hafi hann kýlt Cassie og sparkað í hana. Richard og önnur kona urðu vitni að þessu en hún hefur eftir Diddy að hann hafi hótað því að þær myndu „hverfa“ ef þær segðu frá þessu. Hún sagðist viss um að með þessu hafi Diddy verið að hóta þeim lífláti. Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs Árið 2015.AP/Charles Sykes Öryggisverðir gerðu aldrei neitt Richard sagði að í gegnum árin hefði hún nokkrum sinnum orðið vitni að því að Diddi hafi beitt Cassie ofbeldi. Hann hafi kýlt hana, kyrkt, dregið hana og sparkað í hana. Að minnsta kosti ein árás náðist á myndband. Það var á hóteli í Los Angeles árið 2016. Þetta sagði Richard að hefði gerst þegar Cassie reyndi að verja sig eða „hafa álit á hlutunum“. Hún sagði að öryggisverðir tónlistarmannsins hefðu einnig margsinnis orðið vitni að ofbeldinu en þeir hefðu aldrei gert neitt í því. Þá tók hún undir ummæli Cassie um að Diddy hefði haldið aftur af tónlistarferli hennar og beitt ferlinum gegn henni. Hann hefði til að mynda sagt að hann ætti hana og að hún myndi aldrei „meika það“ án hans aðstoðar. Ekki reið, heldur sár Verjendur Diddy héldu því fram að Richard væri reið Diddy vegna þess að hann hefði bundið enda á hljómsveitir sem hún var í og sagði að hún hefði höfðað mál gegn tónlistarmanninum. Hún sagðist ekki reið, frekar sár, yfir því hvernig fór með hljómsveitirnar og sagðist hafa höfðað mál gegn Diddy vegna þess að hann hefði komið illa fram við hana og haft af henni fé. „Hún er ung“ David James, sem starfaði sem aðstoðarmaður Diddy frá 2007 til 2009, sagði frá þegar hann sótti fyrst um vinnuna hafi honum verið sagt að hann væri staddur í „konungsríki“ Diddy. Þetta var þegar Diddy og Cassie voru að byrja að slá saman reitum og sagði James að söngkonan hefði verið bergnumin og jafnvel borin ofurliði, af lífsstíl Diddy. Þá sagðist hann hafa stungið upp á því við Cassie að hún yfirgæfi Diddy og þá hafi hún svarað: „Ég get það ekki. Ég get ekki farið. Þú veist, herra Combs, stjórnar svo miklu af lífi mínu.“ James rifjaði einnig upp þegar hann talaði við Diddy um konurnar í lífi hans. Hann sagði tónlistarmanninn hafa sagt um Cassie: „Hún er góð. Ég er með hana nákvæmlega þar sem ég vill hafa hana. Hún er ung.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Richard sagði frá þessu í New York í dag þar sem réttarhöld gegn Diddy fara nú fram. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Diddy segist alfarið saklaus. Verjendur hans segja saksóknarar hafa safnað vísbendingum um mögulegt heimilisofbeldi en ekki þá alríkisglæpi sem hann hafi verið sakaður um. Cassie bar vitni í málinu í síðustu viku, þar sem hún sagði frá tíðum og umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum þar sem hún hafi meðal annars verið látin hafa mök við aðra menn á meðan Diddy horfði á og tók það jafnvel upp. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Við vitnaleiðslu í dag sagði Richard, samkvæmt AP fréttaveitunni, frá því að hún hafi séð Diddy reyna að slá Cassie með pönnu. Hann hafi ekki hitt og í kjölfarið hafi hann kýlt Cassie og sparkað í hana. Richard og önnur kona urðu vitni að þessu en hún hefur eftir Diddy að hann hafi hótað því að þær myndu „hverfa“ ef þær segðu frá þessu. Hún sagðist viss um að með þessu hafi Diddy verið að hóta þeim lífláti. Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs Árið 2015.AP/Charles Sykes Öryggisverðir gerðu aldrei neitt Richard sagði að í gegnum árin hefði hún nokkrum sinnum orðið vitni að því að Diddi hafi beitt Cassie ofbeldi. Hann hafi kýlt hana, kyrkt, dregið hana og sparkað í hana. Að minnsta kosti ein árás náðist á myndband. Það var á hóteli í Los Angeles árið 2016. Þetta sagði Richard að hefði gerst þegar Cassie reyndi að verja sig eða „hafa álit á hlutunum“. Hún sagði að öryggisverðir tónlistarmannsins hefðu einnig margsinnis orðið vitni að ofbeldinu en þeir hefðu aldrei gert neitt í því. Þá tók hún undir ummæli Cassie um að Diddy hefði haldið aftur af tónlistarferli hennar og beitt ferlinum gegn henni. Hann hefði til að mynda sagt að hann ætti hana og að hún myndi aldrei „meika það“ án hans aðstoðar. Ekki reið, heldur sár Verjendur Diddy héldu því fram að Richard væri reið Diddy vegna þess að hann hefði bundið enda á hljómsveitir sem hún var í og sagði að hún hefði höfðað mál gegn tónlistarmanninum. Hún sagðist ekki reið, frekar sár, yfir því hvernig fór með hljómsveitirnar og sagðist hafa höfðað mál gegn Diddy vegna þess að hann hefði komið illa fram við hana og haft af henni fé. „Hún er ung“ David James, sem starfaði sem aðstoðarmaður Diddy frá 2007 til 2009, sagði frá þegar hann sótti fyrst um vinnuna hafi honum verið sagt að hann væri staddur í „konungsríki“ Diddy. Þetta var þegar Diddy og Cassie voru að byrja að slá saman reitum og sagði James að söngkonan hefði verið bergnumin og jafnvel borin ofurliði, af lífsstíl Diddy. Þá sagðist hann hafa stungið upp á því við Cassie að hún yfirgæfi Diddy og þá hafi hún svarað: „Ég get það ekki. Ég get ekki farið. Þú veist, herra Combs, stjórnar svo miklu af lífi mínu.“ James rifjaði einnig upp þegar hann talaði við Diddy um konurnar í lífi hans. Hann sagði tónlistarmanninn hafa sagt um Cassie: „Hún er góð. Ég er með hana nákvæmlega þar sem ég vill hafa hana. Hún er ung.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05