„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Árni Sæberg og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. maí 2025 11:19 Köldu hefur andað á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts um árabil. Vísir/Vilhelm Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“ Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meintar njósnir fyrirtækisins PPP í tengslum við hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor, sem Róbert tók meðal annars þátt í. Þeir hafa um árabil eldað grátt silfur saman eftir að slitnaði upp úr nánu samstarfi þeirra hjá Actavis. Ítarlega var fjallað um átök þeirra hér. Njósnamálið hefur undið upp á sig Málið hefur dregið dilk á eftir sér og inn í það hefur fléttast umfangsmikill leki á gögnum frá Sérstökum saksóknara, sem er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi eftir að upphafleg rannsókn var felld niður af Ríkissaksóknara á sínum tíma. Vísir birti í morgun yfirgripsmikla fréttaskýringu, þar sem tilraun var gerð til að skýra flókið mál sem teygir sig yfir sautján ár og sér ekki fyrir endann á. Stóra málið í dag er að upptökum af samtölum fólks sem fengust með hlerunum fyrir hálfum öðrum áratug var ekki eytt. Samtöl sem vörðuðu sakamál sem heyra sögunni til og líka samtöl fólks um alls ótengd efni. Umfjöllun um PPP hófst þó sem áður segir vegna meintra njósna um Róbert Wessman og aðra sem tóku þátt í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor. Skráði félagið á þriðja markaðinn Róbert stóð í stórræðum í morgun þegar Alvotech, félag sem hann stofnaði og stýrir, var tekið til viðskipta í kauphöllinni í Svíþjóð. Alvotech er þegar skráð á markað hér á landi og í Bandaríkjunum. Viðtal við Róbert bauðst í tilefni af skráningunni og ómögulegt var að sleppa honum án þess að spyrja út í njósnamálið. „Ég svona almennt séð er ekkert að tjá mig um þetta en auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur. Ég kaus bara að vera ekki að tjá mig um þetta enda mikið að gera á stóru heimili eins og Alvotech og ég eyði orkunni minni þar,“ segir hann. Hvað finnst þér um þetta mál? „Ekkert annað en það. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem menn eru ekki vanir og það gildir alveg sama um mig og alla hina. Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt fyrir okkur öllum held ég.“
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Alvotech Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42 Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Lögreglustjórinn á suðurlandi segir rannsókn á meintum umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara hefjast á byrjunarreit. Gögn muni berast eftir helgi og þá geti rannsókn hafist af alvöru. 10. maí 2025 11:42
Þungt hugsi og í áfalli Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir áfall að trúnaðargögnum hafi verið stolið á sínum tíma af embætti sérstaks saksóknara. Grunsemdir embættisins frá árinu 2012 hafi hins vegar reynst réttar. 8. maí 2025 14:36