Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 09:20 Efsti kylfingur heimslistans er í efsta sætinu fyrir lokadag PGA meistaramótsins. Scott Taetsch/PGA of America via Getty Images Efsti kylfingur heimslistans, Scottie Scheffler, átti stórfínan laugardag og leiðir með þremur höggum fyrir lokadag PGA meistaramótsins í golfi. Vonskuveður í Norður-Karólínu fylki hefur hrellt kylfinga alla helgina en Scheffler lét það ekki hafa áhrif og fór hringinn í gær á aðeins 65 höggum, síðustu fimm holurnar á fimm undir pari. Sem setur hann í efsta sæti mótsins, ellefu undir pari eftir þrjá daga, 54 holur. Scottie Scheffler is now tied for the most rounds of 65 or lower in PGA Championship history. It’s just his 6th PGA. pic.twitter.com/KvoxNagsav— Underdog Golf (@UnderdogGolf) May 17, 2025 Scheffler var í svipaðri stöðu á Masters 2022 og 2024, með forystuna eftir 54 holur. Í bæði skipti fagnaði hann sigri á mótinu og gæti tryggt sinn þriðja risamótstitil í dag. Scott from Texas leads by 3.@ROLEX | #Reachforthecrown pic.twitter.com/Ys9nt4QWRf— PGA Championship (@PGAChampionship) May 18, 2025 Svíinn Alex Noren er annar, átta höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Davis Riley og J.T. Poston deila þriðja sætinu, sjö höggum undur pari. Spánverjinn Jon Rahm og Bryson DeChambeau tóku báðir toppsætið um stutta stund í gær, áður en Scheffler átti endasprettinn góða, en Rahm og DeChambeau eru sem stendur sex og fimm höggum undir pari. Bein útsending frá lokadegi PGA meistaramótsins verður á Vodafone Sport frá klukkan 17:00. Efstu kylfingar mótsins eiga rástíma um klukkustund síðar. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Vonskuveður í Norður-Karólínu fylki hefur hrellt kylfinga alla helgina en Scheffler lét það ekki hafa áhrif og fór hringinn í gær á aðeins 65 höggum, síðustu fimm holurnar á fimm undir pari. Sem setur hann í efsta sæti mótsins, ellefu undir pari eftir þrjá daga, 54 holur. Scottie Scheffler is now tied for the most rounds of 65 or lower in PGA Championship history. It’s just his 6th PGA. pic.twitter.com/KvoxNagsav— Underdog Golf (@UnderdogGolf) May 17, 2025 Scheffler var í svipaðri stöðu á Masters 2022 og 2024, með forystuna eftir 54 holur. Í bæði skipti fagnaði hann sigri á mótinu og gæti tryggt sinn þriðja risamótstitil í dag. Scott from Texas leads by 3.@ROLEX | #Reachforthecrown pic.twitter.com/Ys9nt4QWRf— PGA Championship (@PGAChampionship) May 18, 2025 Svíinn Alex Noren er annar, átta höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Davis Riley og J.T. Poston deila þriðja sætinu, sjö höggum undur pari. Spánverjinn Jon Rahm og Bryson DeChambeau tóku báðir toppsætið um stutta stund í gær, áður en Scheffler átti endasprettinn góða, en Rahm og DeChambeau eru sem stendur sex og fimm höggum undir pari. Bein útsending frá lokadegi PGA meistaramótsins verður á Vodafone Sport frá klukkan 17:00. Efstu kylfingar mótsins eiga rástíma um klukkustund síðar.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira