Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 14:06 Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Aðsend Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent