Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 19:00 Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir afar tímafrekt að rannsaka fölsuð skilríki. Vísir/Lýður Valberg Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira