Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 23:12 Yval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár með laginu A New Day Will Rise. Getty/Jens Büttner Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50
Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42