108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 11:00 Daníel hefur algjörlega snúið við blaðinu. Hann segist hafa horft í spegilinn einn daginn og ekki getað meir. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira