Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 17:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira