Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius og Ingibjörg Áskelsdóttir skrifa 12. maí 2025 11:30 Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Söfn Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar