Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 10:38 Mikill eldur kviknaði í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá 12. maí 2014. Aðeins þremur dögum áður kviknaði í IKEA-verslun í Litháen. Útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar eru taldir hafa kveikt í báðum stöðum. Vísir/EPA Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká. Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Marywilska-verslunarmiðstöðin í Varsjá, sú stærsta í Póllandi, gereyðilagðist nánast í miklum eldsvoða sem kviknaði í maí í fyrra. Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, sagði í mars að vísbendingar væru um að Rússar hefðu kveikt í verslunarmiðstöðinni. Hann tók af öll tvímæli um það í gær. „Við vitum núna að eldurinn mikli í Marywilska-verslunarmiðstöðinni í Varsjá var af völdum íkveikju sem rússneska leyniþjónustan skipaði fyrir um. Einstaklingur sem dvaldi í Rússlandi stýri aðgerðunum. Sumir þeirra seku eru þegar í haldi, það er búið að bera kennsl á hina og þeirra er leitað,“ sagði Tusk á samfélagsmiðlum. Utanríkisráðherra Póllands tilkynnti í morgun að hann hefði ákveðið að skikka Rússa til þess að loka ræðisskrifstofu sinni í Kraká vegna þeirra sannanna sem hefðu fundist um aðild þeirra að brunanum. Sumir brennuvarganna eru taldir hafa kveikt í IKEA-verslun í Vilníusi, höfuðborg Litháen, þremur dögum fyrir brunann í Varsjá. Pólsk og litháensk yfirvöld hafa unnið saman að rannsókninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar í Litháen hafa þegar sakað rússnesku leyniþjónustuna um að hafa staðið að íkveikjunni þar. Úkraínskir ríkisborgarar hafi kveikt í að fyrirskipan leyniþjónustunnar, að því er segir í frétt evrópska dagblaðsins Politico. Bæði ríkin hafa kvartað undan því að þau hafi verið fórnarlömb rússneskra skemmdarverka og njósna undanfarin ár. Íkveikjur eru á meðal þeirra skemmdarverka sem Rússar eru sagðir beita í svokölluðum blönduðum hernaði sínum gegn Evrópuríkjum. Stjórnvöld í Kreml hafa alltaf neitað ásökunum um slíkt. Fréttin var uppfærð eftir að ákveðið var að loka ræðisskrifstofu Rússlands í Kraká.
Pólland Rússland Hernaður Litáen Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira