Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:02 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert og í ár er yfirskrift hans Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þemað er sérlega viðeigandi, enda tengjast söfn samfélögum sínum órjúfanlegum böndum. Þau eru spegill á samfélagið, heimild um fortíð og samtíð, sem nýtist til framtíðar. Söfn eru einnig mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Oft eru þau menningarmiðstöðvar á sínum svæðum og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Söfn geta fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga, fjalla um margvísleg áríðandi málefni í samtímanum og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Á söfnum er hægt að varpa nýju ljósi á viðfangsefni, draga fram ný eða óvænt sjónarhorn og beina sjónum að hópum sem áður voru ósýnilegir. Með því aukum við skilning og með auknum skilningi eykst virðing, víðsýni og samkennd. Eiginleikar sem eru nauðsynlegir í öllum samfélögum og eiginleikar sem er brýn þörf á að efla, því samkvæmt nýjum rannsóknum fer samkennd á Íslandi minnkandi. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Safnastarfið er líka nauðsynlegt á tímum þar sem er sífellt erfiðara að átta sig á hvað er satt og hvað ekki. Söfn eru stofnanir sem njóta trausts í samfélaginu. Það er mikilvægt nú og mun verða enn mikilvægara á komandi árum, með upplýsingaóreiðu, falsfréttum, samsæriskenningum, djúpfölsunum og gervigreind. Að baki safnastarfi og sýningum liggur ótrúlega mikil sérfræðiþekking og vandaðar rannsóknir sem byggja á traustum heimildum. Í tengslum við þema dagsins í ár er vert að hafa í huga að framtíðin er langt í frá óskrifað blað. Þær áherslur og ákvarðanir sem eru teknar núna móta framtíðina. Þetta á vel við á söfnum sem hafa það hlutverk að safna, varðveita, rannsaka, miðla og fræða, fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé mögulegt er nauðsynlegt að söfnin fái fjármagn og stuðning til þessara verkefna. Það er mikilvægt að tryggja framtíð safna, fyrir samfélagið og okkur öll. Höfundur er verkefnastjóri Alþjóðlega safnadagsins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar