Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 11:04 Marteinn Guðmundsson vill gera dagforeldrakerfið skilvirkara. Aðsend Nýr dagforeldravefur hefur litið dagsins ljós. Hann heitir Dagnanna.is og er búinn til af nýbökuðum föður sem sá hvað dagforeldraferlið allt er óskilvirkt og ákvað að taka málin í eigin hendur. Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“ Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira