Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2025 21:31 Guðni Eiríksson er þjálfari FH liðsins. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson þjálfari FH, er að gera flotta hluti með FH konur í Bestu deild kvenna en hann hefur áhyggjur af markamannsmálum á Íslandi. Enn einn sigur FH í deildinni og segir Guðni Eiríksson þjálfari FH að stelpurnar séu með viljastyrkinn til þess að vinna leiki. „Liðið er að berjast fyrir hvor aðra og eru að sýna spirit með FH hjarta. Löngunin í að vinna leiki er að skila okkur ansi langt,“ sagði Guðni. „Ég óttaðist að leikurinn myndi litast af veðuraðstæðum og hann gerði það. Fyrri hálfleikurinn var erfiður með vindinn í andlitið. Ég hefði verið feginn að fara inn í hálfleik með hreina stöðu 0-0, en við fáum svo á okkur mark en Aldís Guðlaugsdóttir sá til þess að við urðum ekki tveimur mörkum undir,“ sagði Guðni. „Í seinni hálfleik vissum við að við myndum fá vindinn í bakið og vissum að við gætum þrýst þeim niður. Þegar við gerum jöfnunarmarkið þá er nóg eftir og okkur leið vel. Það var flott svo að fá annað markið og við reyndum að sækja þriðja markið en ekki halda stöðunni,“ sagði Guðni. Enginn varamarkvörður hefur verið á skýrslu hjá FH í deildinni það sem af er tímabili, þrátt fyrir að pláss sé fyrir hendi. „Fyrir það fyrsta þá er markmannstaðan á Íslandi ekki nógu góð. Það vantar flottar íslenskar stelpur í markið, þetta er staða sem við, knattspyrnuhreyfingin og félögin þurfum að huga betur að,“ sagði Guðni. „Við erum bara í basli með að finna markmenn og við erum með unga stelpu sem er í tíunda bekk og hún þróast ekki með því að sitja á bekk hjá okkur og fær hún því að spila allar mínútur í ÍH. Þar verður hún betri í fótbolta og þetta er fórnarkostnaðurinn. Við erum að reyna að gera ungan leikmann efnilegri og betri og hún verður það á fótboltavellinum en ekki á bekknum,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Enn einn sigur FH í deildinni og segir Guðni Eiríksson þjálfari FH að stelpurnar séu með viljastyrkinn til þess að vinna leiki. „Liðið er að berjast fyrir hvor aðra og eru að sýna spirit með FH hjarta. Löngunin í að vinna leiki er að skila okkur ansi langt,“ sagði Guðni. „Ég óttaðist að leikurinn myndi litast af veðuraðstæðum og hann gerði það. Fyrri hálfleikurinn var erfiður með vindinn í andlitið. Ég hefði verið feginn að fara inn í hálfleik með hreina stöðu 0-0, en við fáum svo á okkur mark en Aldís Guðlaugsdóttir sá til þess að við urðum ekki tveimur mörkum undir,“ sagði Guðni. „Í seinni hálfleik vissum við að við myndum fá vindinn í bakið og vissum að við gætum þrýst þeim niður. Þegar við gerum jöfnunarmarkið þá er nóg eftir og okkur leið vel. Það var flott svo að fá annað markið og við reyndum að sækja þriðja markið en ekki halda stöðunni,“ sagði Guðni. Enginn varamarkvörður hefur verið á skýrslu hjá FH í deildinni það sem af er tímabili, þrátt fyrir að pláss sé fyrir hendi. „Fyrir það fyrsta þá er markmannstaðan á Íslandi ekki nógu góð. Það vantar flottar íslenskar stelpur í markið, þetta er staða sem við, knattspyrnuhreyfingin og félögin þurfum að huga betur að,“ sagði Guðni. „Við erum bara í basli með að finna markmenn og við erum með unga stelpu sem er í tíunda bekk og hún þróast ekki með því að sitja á bekk hjá okkur og fær hún því að spila allar mínútur í ÍH. Þar verður hún betri í fótbolta og þetta er fórnarkostnaðurinn. Við erum að reyna að gera ungan leikmann efnilegri og betri og hún verður það á fótboltavellinum en ekki á bekknum,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira