Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 21:58 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Vísir/Einar Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira