Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar 11. maí 2025 08:02 „Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar