Stigmögnunin heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 06:34 Pakistanskir hermenn í Kasmír í gær. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25