Stigmögnunin heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 06:34 Pakistanskir hermenn í Kasmír í gær. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Pakistanar segjast sömuleiðis hafa svarað árásum frá Indlandshluta Kasmír-héraðs. Þjóðarleiðtogar heimsins hafa kallað eftir því að Indverjar og Pakistanar haldi að sér höndum og stigmagni ekki átökin. Hættan á stigmögnun er þó til staðar. Fjölmiðlar í Indlandi hafa til að mynda eftir háttsettum embættismönnum þar að ef Pakistanar haldi áfram árásum sínum, muni Indverjar berjast til hins síðasta. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, hefur einnig heitið því að hefna þeirra sem fallið hafa í Pakistan. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Eins og fram kemur í grein BBC hafa Bandaríkin og önnur stórveldi spilað stóra rullu í gegnum árin til að draga úr spennu milli Indlands og Pakistan. Nú er áróðurinn þó í hæstu stigum og ríkisstjórn Donalds Trump hefur mörgum hnöppum á hneppa. Vonast er til þess að Bandaríkjamenn stigi frekar inn í deiluna en ríki eins og Katar, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem njóta góðra tengsla við bæði Indlands og Pakistan, gætu einnig komið að viðræðum. Sérstaklega umfangsmiklar árásir virðast hafa verið gerðar á borgina Jammu, Indlandsmegin í Kasmír, í gærkvöldi en þar eru Pakistanar sagðir hafa beint drónum og eldflaugum að herstöð Indverja. Einnig voru árásir gerðar í Udhampur og Pathankot, samkvæmt Indverjum. AP fréttaveitan hefur þó eftir talsmönnum utanríkisráðuneytis Pakistan að engar árásir hafi verið gerðar á þessar borgir.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
„Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25