Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 06:55 Jörð hefur reglulega skolfið ofan við Mýrar í Borgarbyggð frá árinu 2021. Vísir/KMU Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Að sögn Steinunnar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn um klukkan 06:15 í morgun og samkvæmt fyrstu yfirferð upp úr klukkan 06:30 sé hann 3,7 að stærð. Sem áður segir varð annar skjálfti sömu stærðar þann 15. apríl síðastliðinn. Þáttaskil á dögunum Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að þáttaskil hefðu orðið í Ljósufjallakerfinu nokkrum dögum áður þegar fjölmargir jarðskjálftar riðu yfir á um tveggja klukkustunda tímabili. „Það urðu ákveðin þáttaskil á föstudagskvöldið í síðustu viku, þá kom mjög ákveðin skjálftahrina. Allmargir skjálftar á tveggja klukkutíma bili. Síðan hefur verið frekar rólegt en svo kom í morgun um áttaleytið stærsti skjálftinn sem hefur komið þarna. Þessi virkni er ekkert að dvína, hún er frekar að sækja í sig veðrið með tímanum.“ Engir eftirskjálftar Steinunn segir að almennt séð hafi verið nokkur skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu frá árinu 2021 og erfitt sé að lesa mikið í stakan stóra skjálfta sem þann sem varð í morgun. „Það er ekki að fylgja nein eftirskjálftavirkni. Við erum vön að sjá hrynur á þessu svæði en það er ekki nein slík að eiga sér stað núna, þetta er bara stakur skjálfti.“ Þá segir hún að skjálftinn hafi orðið á mjög miklu dýpi, rúmlega átján kílómetra, og því séu líkur á að kvikuhreyfing sé á miklu dýpi. Engin hætta sé talin á yfirvofandi eldgosi, enda tæki það kviku langan tíma að komast til yfirborðs af svo miklu dýpi.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira