Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:19 Jón Óttar Ólafsson, annar tveggja fyrrverandi lögreglumanna sem áttu ráðgjafarfyrirtækið PPP. Félagarnir njósnuðu um fólk fyrir Björgólf Thor Björgólfsson en RÚV segir nú að þeir hafi einnig stolið viðkvæmum gögnum frá lögreglu og sérstökum saksóknara. Vísir/Pjetur Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira