Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:02 Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar