Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:41 Friedrich Merz var þungur á brún þegar hann yfirgaf þingsalinn í morgun. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent