Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. maí 2025 14:06 Jökull Júlíusson í Kaleo ræddi við Ívar Guðmunds um nýja plötu og væntanlega tónleika á Íslandi. Rita Franca/SOPA Images/Light Rocket via Getty Images. Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015. Tíu ár frá flutningunum út Jökull Júlíusson aðalsöngvari sveitarinnar ræddi þetta við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni áðan. „Tíminn flýgur, ég á bágt með að trúa því sjálfur að það séu liðin tíu ár frá því við vorum hér síðast að spila. Það eru sömuleiðis tíu ár síðan við tókum ákvörðun að flytja til Bandaríkjanna og það hefur auðvitað mikið vatn runnið til sjávar síðan þá,“ segir Jökull. „Við erum auðvitað búnir að ætla að spila hérna lengi og það er langt síðan við byrjuðum að plana það. Við erum örugglega búnir að halda yfir þúsund tónleika á þessum tíu árum víða um heim en við ætlum núna að slá til og vera með konseptið Vor í Vaglaskógi eins og lagið góða. “ Hlakka mikið til að spila á Íslandi Ívar spyr þá hvort það standi til að vera með tónleikana í Vaglaskógi. „Já, það er stefnan og góðar líkur á því. Ég má ekki gefa of mikið upp en við stefnum á að tilkynna þetta á næstu vikum,“ svarar Jökull þá kíminn. „Við erum allavega virkilega spenntir, þetta verður algjör sveitarómantík og það er ótrúlega gaman að fá að koma heim að spila.“ Verðmætt að heyra þúsundir manna syngja með íslensku lagi Kaleo gaf út ábreiðu af Vor í Vaglaskógi árið 2013 og vakti lagið gríðarlega mikla athygli og ánægju út fyrir landsteinana. Þeir komu fram á risa tónleikum í Red Rocks í Colorado í fyrra þar sem þeir fluttu lagið fyrir framan tíu þúsund áhorfendur. Ótal margir erlendir gestir sungu með. „Þetta lag er ómissandi í DNA-inu okkar. Það kemur á óvart hversu mikil áhrif lagið hefur úti. Við komumst alls ekki upp með að spila það ekki. Þetta er vanalega þannig að annað hvort syngur fólk með á bjagaðri íslensku eða þá er algjör grafarþögn og fólk tekur upp kveikjara eða setur ljós á símann. Þetta er alltaf ákveðið augnablik á tónleikunum og mér þykir mjög vænt um það. Ég sem auðvitað aðallega á ensku en mér finnst manni líka bera skylda til að halda lífi í íslenskri tungu.“ View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Breiðskífan Mixed Emotion kemur út á allar helstu streymisveitur næstkomandi föstudag. Lag plötunnar Back Door kom út í febrúar og næsti smellur plötunnar heitir Bloodline. „Við ætlum að vera með útgáfutónleika á Red Rocks næsta laugardag. Svo verðum við auðvitað svo sem með útgáfutónleika hér á Íslandi. Það er úr nægu að taka frá síðustu tíu árum, segir Jökull og hlær. “ Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tíu ár frá flutningunum út Jökull Júlíusson aðalsöngvari sveitarinnar ræddi þetta við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni áðan. „Tíminn flýgur, ég á bágt með að trúa því sjálfur að það séu liðin tíu ár frá því við vorum hér síðast að spila. Það eru sömuleiðis tíu ár síðan við tókum ákvörðun að flytja til Bandaríkjanna og það hefur auðvitað mikið vatn runnið til sjávar síðan þá,“ segir Jökull. „Við erum auðvitað búnir að ætla að spila hérna lengi og það er langt síðan við byrjuðum að plana það. Við erum örugglega búnir að halda yfir þúsund tónleika á þessum tíu árum víða um heim en við ætlum núna að slá til og vera með konseptið Vor í Vaglaskógi eins og lagið góða. “ Hlakka mikið til að spila á Íslandi Ívar spyr þá hvort það standi til að vera með tónleikana í Vaglaskógi. „Já, það er stefnan og góðar líkur á því. Ég má ekki gefa of mikið upp en við stefnum á að tilkynna þetta á næstu vikum,“ svarar Jökull þá kíminn. „Við erum allavega virkilega spenntir, þetta verður algjör sveitarómantík og það er ótrúlega gaman að fá að koma heim að spila.“ Verðmætt að heyra þúsundir manna syngja með íslensku lagi Kaleo gaf út ábreiðu af Vor í Vaglaskógi árið 2013 og vakti lagið gríðarlega mikla athygli og ánægju út fyrir landsteinana. Þeir komu fram á risa tónleikum í Red Rocks í Colorado í fyrra þar sem þeir fluttu lagið fyrir framan tíu þúsund áhorfendur. Ótal margir erlendir gestir sungu með. „Þetta lag er ómissandi í DNA-inu okkar. Það kemur á óvart hversu mikil áhrif lagið hefur úti. Við komumst alls ekki upp með að spila það ekki. Þetta er vanalega þannig að annað hvort syngur fólk með á bjagaðri íslensku eða þá er algjör grafarþögn og fólk tekur upp kveikjara eða setur ljós á símann. Þetta er alltaf ákveðið augnablik á tónleikunum og mér þykir mjög vænt um það. Ég sem auðvitað aðallega á ensku en mér finnst manni líka bera skylda til að halda lífi í íslenskri tungu.“ View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Breiðskífan Mixed Emotion kemur út á allar helstu streymisveitur næstkomandi föstudag. Lag plötunnar Back Door kom út í febrúar og næsti smellur plötunnar heitir Bloodline. „Við ætlum að vera með útgáfutónleika á Red Rocks næsta laugardag. Svo verðum við auðvitað svo sem með útgáfutónleika hér á Íslandi. Það er úr nægu að taka frá síðustu tíu árum, segir Jökull og hlær. “
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira