Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 5. maí 2025 12:30 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi komið á með von um að þeir sem geta og vilja hafa tækifæri til atvinnuþátttöku og afkoma örorkulífeyrisþega vænkist. Það er gleðiefni, vegna þess að atvinnuþátttaka gefur ekki aðeins aukatekjur, hún gefur fólki mikilvæg hlutverk, það að tilheyra, rútínu, möguleika á að láta gott af sér leiða og vinnur gegn félagslegri einangrun. Þessar breytingar kalla á þátttöku margra aðila og aðgerðir sem styðja við að fólk hafi tækifæri til að verða fullgildir samfélagsþegnar. Nauðsynlegt er að skapa fleiri starfsmenntunar tækifæri og atvinnumarkaðurinn þarf að aðlaga sig að breyttum forsendum með því að auka hlutastörf og viljann til þess að taka á móti fjölbreyttari flóru fólks. Í því samhengi má benda á Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, en Nordplus styður m.a. við nýsköpun í menntun til að auka atvinnuþátttöku. Eitt af verkefnum Nordplus þessi misserin er að styðja við hóp fólks með persónulega reynslu af ýmsum áskorunum við að undirbúa jafningjanám á netinu, nám sem byggir á lífsreynslu. Þessi hópur er nú að skoða hvert í sínu landi hvað til er varðandi menntun jafningjastarfsmanna. Hér á landi hafa félagasamtökin Traustur kjarni í samvinnu við alþjóðlega jafningjasamtök boðið upp á þrjú styttri námskeið. Um 140 manns hafa útskrifast hér á landi úr því námi, sem er góður grunnur fyrir starf sem jafningi. Símenntunarstöðvar eru smátt og smátt að átta sig á mikilvægi þessara námskeiða. Heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðuneytið styrkja nú nám sem Yale háskólinn í Bandaríkjunum býður upp á. Í náminu eru 15 nemendur, öll með notendareynslu, en námið er leiðtoganám þar sem lífsreynsla er grunnurinn til að þróa fjölbreyttari þjónustu. Með þessum skrefum hafa stjórnvöld unnið í takt við SRFF og nýtt sérhæft örorkumat í viðleitni sinni að auka virði fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ráðstefnan Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum sem haldið er af Geðhjálp byggir á þessari hugmyndafræði jafningjanálgunar. Ráðstefnan er alþjóðleg og haldin dagana 15. og 16. maí á Hilton Reykjavík Nordica en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur í félags- og geðgeiranum, notendur þjónustunnar, sérfræðinga á vegum stjórnarinnar og almenning sem lætur sig málið varða að koma saman. Fólk með geðrænar áskoranir, fíknivanda og/eða þeir sem hafa afplánað dóm o.m.fl.eyja nú von um að taka þátt á vinnumarkaði þar sem lífsreynsla þeirra er verðmætið. Fjölga þarf svo um munar jafningjastarfsmönnum í félags- og heilbrigðisgeiranum sem hafa t.d. þekkingu á því hvar brotalamirnar eru í kerfinu til að fyrirbyggja að vandinn verði þannig að dýra sérfræðiþjónustu þurfi til. Nú er spurning hver næstu skrefin verða varðandi menntunar- og atvinnutækifæri hér á landi til að hlúa að þessari nýju starfsstétt. Er vinnumarkaðurinn, bæði hinn opinberi og einkageirinn, reiðubúinn til að taka fagnandi á móti reynsluríku fólki í hlutastörf? Góð áform renna út í sandinn ef þeim verður ekki fylgt eftir. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun