Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 08:55 Trump og Sheinbaum hafa átt í miklum samskiptum undanfarna mánuði vegna landamæra landanna tveggja og baráttu við fíkniefnasmygl glæpagengja. Getty Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira