Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. maí 2025 06:02 Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt NATO Evrópusambandið Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun