Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 14:59 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn. Vísir/Einar Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna. Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna.
Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira