Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Vilhjálmur Bjarnason var einn hluthafa Landsbankans á sínum tíma og sat síðar á þingi 2013 til 2017. Vísir/Anton Brink Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“ Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“
Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15