Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar 30. apríl 2025 11:32 Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar