„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 11:05 Kristrún Frostadóttir sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um meðferð á erindi um þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, í morgun. Þar sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum. Málið snýr að Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar, sem sendi tölvupósta á forsætisráðuneytið í mars til að óska eftir fundi með Kristrúnu Frostadóttur. Hún sendi fjölda pósta á ráðuneytið, greindi frá persónulegum málum Ásthildar Lóu og krafðist afsagnar ráðherrans. Málið fór á endanum í fjölmiðla og leiddi til afsagnar mennta- og barnamálaráðherra. Það sem var til umræðu var ekki eiginlegt mál Ásthildar Lóu heldur meðferð forsætisráðuneytisins á því. Á 11. fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 31. mars bar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp tillögu um að nefndin tæki málið til meðferðar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Miðflokksþingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason tóku undir tillöguna og var hún samþykkt. Hefur þegar birt tímalínuna Fundurinn hófst á því að Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, spurði Kristrúnu á hvaða lagagrundvelli forsætisráðuneytið taldi sér heimilt að upplýsa aðstoðarmann Ásthildar Lóu um að fundarbeiðni hefði borist ráðuneytinu um málefni hennar. Kristrún sagði að almennt séð gildi upplýsingaskylda um öll mál sem berast inn í forsætisráðuneytið. Starfsmenn þess séu þó bundnir þagnarskyldu um mál af viðkvæmum toga. Það hafi verið mat ráðuneytisins að beiðni um fund með forsætisráðherra væri ekki viðkvæmt mál. Fundurinn var haldinn í Smiðju. Helmingur nefndarmanna, fulltrúar minnihlutans, sá alfarið um að spyrja Kristrúnu spjörunum úr.Vísir/Anton Brink Þá hefði Ólöf sagt í fundarbeiðni sinni að sjálfsagt væri að Ásthildur Lóa sæti fundinn en engar frekari upplýsingar um efni málsins hafi fylgt beiðninni. Því hefði verið talið eðlilegt að Ásthildur Lóa væri upplýst um fundarbeiðnina í gegnum aðstoðarmann hennar. Þetta hefur raunar allt saman komið fram áður, bæði í umfjöllun fjölmiðla og í nokkuð ítarlegri tímalínu málsins, sem forsætisráðuneytið birti þann 20. mars. Borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúni hvað valdi misræmi í frásögnum Ólafar og ráðuneytisins. Ólöf hafi sagt að farið hafi verið fram á trúnað um erindið en ráðuneytið ekki. Kristrún sagði að borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi um erindi þeirra nema að um viðkvæma persónulega hagsmuni sé að ræða. Það sé ekki yfir höfuð heimilt að heita trúnaði nema um mjög sérstakar aðstæður sé að ræða. Þá hafi hún fengið það staðfest að enginn innan forsætisráðuneytisins hafi heitið Ólöfu trúnaði um erindi hennar. Hún hafi aftur á móti hringt inn í stjórnarráðið og verið svarað af Umbru, þjónustumiðstöð stjórnarráðsins, og símtalið hafi ekki verið áframsent beint inn í ráðuneytið. Símtalið hafi ekki verið tekið upp en rætt hafi verið við starfsmann Umbru sem tók upp tólið. Fram hafi komið í máli hans að hvorki hafi verið talað um efni málsins né hafi trúnaði verið lofað. Kristrún tók fram að um tveggja manna tal hafi verið að ræða og ekkert skriflegt hafi komið út úr því. Hún hafi þó engar forsendur til að efast um frásögn starfsmannsins af því. „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni gagnvart ráðherra,“ sagði Kristrún. Fundinn í heild sinni má sjá á vef Alþingis. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15 Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48 Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07 Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um meðferð á erindi um þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, í morgun. Þar sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum. Málið snýr að Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar, sem sendi tölvupósta á forsætisráðuneytið í mars til að óska eftir fundi með Kristrúnu Frostadóttur. Hún sendi fjölda pósta á ráðuneytið, greindi frá persónulegum málum Ásthildar Lóu og krafðist afsagnar ráðherrans. Málið fór á endanum í fjölmiðla og leiddi til afsagnar mennta- og barnamálaráðherra. Það sem var til umræðu var ekki eiginlegt mál Ásthildar Lóu heldur meðferð forsætisráðuneytisins á því. Á 11. fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 31. mars bar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp tillögu um að nefndin tæki málið til meðferðar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Miðflokksþingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason tóku undir tillöguna og var hún samþykkt. Hefur þegar birt tímalínuna Fundurinn hófst á því að Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, spurði Kristrúnu á hvaða lagagrundvelli forsætisráðuneytið taldi sér heimilt að upplýsa aðstoðarmann Ásthildar Lóu um að fundarbeiðni hefði borist ráðuneytinu um málefni hennar. Kristrún sagði að almennt séð gildi upplýsingaskylda um öll mál sem berast inn í forsætisráðuneytið. Starfsmenn þess séu þó bundnir þagnarskyldu um mál af viðkvæmum toga. Það hafi verið mat ráðuneytisins að beiðni um fund með forsætisráðherra væri ekki viðkvæmt mál. Fundurinn var haldinn í Smiðju. Helmingur nefndarmanna, fulltrúar minnihlutans, sá alfarið um að spyrja Kristrúnu spjörunum úr.Vísir/Anton Brink Þá hefði Ólöf sagt í fundarbeiðni sinni að sjálfsagt væri að Ásthildur Lóa sæti fundinn en engar frekari upplýsingar um efni málsins hafi fylgt beiðninni. Því hefði verið talið eðlilegt að Ásthildur Lóa væri upplýst um fundarbeiðnina í gegnum aðstoðarmann hennar. Þetta hefur raunar allt saman komið fram áður, bæði í umfjöllun fjölmiðla og í nokkuð ítarlegri tímalínu málsins, sem forsætisráðuneytið birti þann 20. mars. Borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúni hvað valdi misræmi í frásögnum Ólafar og ráðuneytisins. Ólöf hafi sagt að farið hafi verið fram á trúnað um erindið en ráðuneytið ekki. Kristrún sagði að borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi um erindi þeirra nema að um viðkvæma persónulega hagsmuni sé að ræða. Það sé ekki yfir höfuð heimilt að heita trúnaði nema um mjög sérstakar aðstæður sé að ræða. Þá hafi hún fengið það staðfest að enginn innan forsætisráðuneytisins hafi heitið Ólöfu trúnaði um erindi hennar. Hún hafi aftur á móti hringt inn í stjórnarráðið og verið svarað af Umbru, þjónustumiðstöð stjórnarráðsins, og símtalið hafi ekki verið áframsent beint inn í ráðuneytið. Símtalið hafi ekki verið tekið upp en rætt hafi verið við starfsmann Umbru sem tók upp tólið. Fram hafi komið í máli hans að hvorki hafi verið talað um efni málsins né hafi trúnaði verið lofað. Kristrún tók fram að um tveggja manna tal hafi verið að ræða og ekkert skriflegt hafi komið út úr því. Hún hafi þó engar forsendur til að efast um frásögn starfsmannsins af því. „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni gagnvart ráðherra,“ sagði Kristrún. Fundinn í heild sinni má sjá á vef Alþingis.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15 Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48 Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07 Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15
Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48
Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07
Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48