Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 16:38 Oscar og Sonja sem hefur gengið honum í móðurstað hér á Íslandi. Fósturforeldrar sautján ára kólumbísks drengs, sem hefur verið synjað um dvalarleyfi, biðla til mennta- og barnamálaráðherra að rannsaka aðild flóttateymis Hafnarfjarðar að brottvísun drengsins. Þau telja flóttateymið hafa brotið lög þar sem opið barnaverndarmál var til staðar vegna ofbeldis sem hann sætti af hálfu föður síns. Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Bréfið var sent til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra auk velferðarnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur staðfest móttöku bréfsins. „Flóttateymi Hafnarfjarðar braut lög og verkferla við meðferð máls hans og lét í léttu rúmi liggja að vernda Oscar þegar sannað var að drengurinn var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns,“ skrifa Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Andre Bocanegra Florez. Mál Oscars hefur vakið mikla athygli í samfélaginu en hann kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu árið 2022 með föður sínum. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tóku Sonja og Svavar hann að sér. Oscari og föður hans var vísað úr landi sumarið 2024 en fósturfjölskyldan fór og sótti Oscar til Bogatá. Hann sótti aftur um dvalarleyfi á Íslandi en því var hafnað. Frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út þann 22. apríl. Oscari var einnig tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd á Íslandi. Oscar getur því verið fluttur úr landi hvenær sem er. Í viðtali við Sonju og Svavar segja þau hann ekki þora að fara út úr húsi af ótta við að stoðdeild ríkislögreglustjóra handtaki hann og vísi úr landi. „Lágmarkskröfur hvers barns eru að það upplifi sig öruggt innan veggja heimilisins og sé einnig öruggt innan veggja skólans sem það gengur í. Oscar upplifir sig ekki öruggan neins staðar eftir úrskurðinn sem kveður á um það að taka ekki umsókn hans til meðferðar og brottvísa honum til Kólumbíu. Oscar þráir heitt að geta verið heima hjá sér öruggur og geta farið í skólann sem hann elskar,“ skrifa Sonja og Svavar í bréfinu. Efnt var til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið í síðustu viku þar sem skorað var á ráðherra að stöðva brottvísunina. Önnur mótmæli hafa verið boðuð á föstudagsmorgun á Hverfisgötu. Yfir áttatíu prestar hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu brottvísunina. Hann eigi sér enga framtíð verði hann fluttur á brott Í bréfi fósturfjölskyldunnar segir að Oscar var fluttur úr landi með föður sínum þrátt fyrir opið barnaverndarmál vegna ofbeldisins sem hann sætti af hálfu föður síns. Því biðla þau til ráðherrans að opna rannsókn um fyrri brottvísun Oscars auk þess að hann verði kyrrsettur vegna viðkvæmrar stöðu hans. „Mál hans er enn til meðferðar hjá stjórnvöldum sem ber lagaleg skylda til að rannsaka málið og kanna aðstæður hans persónulega og í heimalandi,“ skrifar fjölskyldan en ákvörðun Útlendingastofnunar hefur verið kærð til kærunefndar útlendingamála. „Þá sé það samróma álit sérfræðinga BUGL og sérfræðilækna Landspítalans að Oscari stafi bráð hætta af því að verða brottvísað. Þar að auki eru þau með ítarlega greinargerð frá félagsráðgjafa sem hefur unnið með drengnum. „Ljóst er að hann á sér enga framtíð ef hann verður fluttur á brott.“ Vonaðist til að brottvísuninni yrði frestað Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur Oscari verið brottvísað hvenær sem er. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, hafi vonast eftir að þar sem að Oscar er fylgdarlaust barn að kærnefndin myndi lýsa því yfir að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurður nefndarinnar liggi fyrir. „Ég var að vonast til að það væri hægt að verða við þessu,“ segir Helga Vala. „Með tilliti til meðalþófs og tryggja hagsmuni barns að það hefði verið einfalt að lýsa því yfir að við ætlum að fresta því að honum verði brottvísað.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira