Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar 28. apríl 2025 07:00 Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Símanotkun barna Kristín Thoroddsen Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun