Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 22:57 Kim Kardashian var ein á hótelherbergi árið 2016 þegar fimm menn brutust inn. EPA Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað.
Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira