Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 18:59 Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi. Vísir/Oddur Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“ Leigubílar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“
Leigubílar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði