Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 09:33 Héraðsdómstóll í New York má sjá vinstra megin, og Jón Ólafsson á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2020 vinstra megin. EPA/Getty Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Jafnframt kannast hann ekki við frásögn þess efnis að fyrrverandi útsendari FBI hafi birt honum stefnu málsins þegar hann var viðstaddur Golden Globe-verðlaunahátíðina vestan hafs árið 2023. Félagið sem höfðaði mál á hendur Jóni og félögunum þremur, sem öll eru kennd við orðið „Baraka“, heitir Silvertip Capital. Stefnan varðaði lán sem Silvertip mun hafa veitt Baraka í lok árs 2016 og byrjun árs 2017 sem hljóðaði upp á 3,1 milljón Bandaríkjadali. Síðan árið 2022 hafi Silvertip krafist þess að lánið yrði endurgreitt og í kjölfarið höfðað málið. Fram kemur í dómsskjölum að Jón hafi reynt að fá málinu vísað frá þar sem lögsagnarumdæmi umrædds dómstóls í New York hefði ekki lögsögu yfir honum þar sem hann væri búsettur á Íslandi og fyrirtækin skráð erlendis. Dómurinn féllst ekki á það. Niðurstaða dómsins var sú að Jón og Baraka skyldu greiða Silvertip 3,1 milljón Bandaríkjadali auk vaxta, sem hljóðar samanlagt upp á 4,378 Bandaríkjadali. Þar að auki segir í dómnum að níu prósenta vextir munu leggjast árlega á upphæðina verði hún ekki greidd. „Þetta er bara skrípaleikur. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig,“ segir Jón í stuttu samtali við fréttastofu. Reifarakennd frásögn af gömlum FBI-liða á verðlaunahátíð Fréttastofa frétti af málinu vegna tilkynningar frá almannatengslastofu þar sem greint var frá niðurstöðu dómsins. Í henni birtist frásögn um það hvernig Silvertip höfðaði málið á hendur Jóni. Í tilkynningunni segir að Jón lifi svokölluðum þotulífstíl (e. jet-setting lifestyle), sem þýði að hann ferðist mikið um heiminn og dvelji ekki endilega lengi á einum stað í einu. Þotulífstíllinn hafi gert Silvertip erfitt fyrir, en félagið ætlaði að birta honum stefnu málsins sem hafi verið gefin út í desember 2022. „Hann gat verið hvar sem er í heiminum þessa vikuna og annars staðar þá næstu,“ var haft eftir Arash Sadat, lögmanni Silvertip. „Að komast að því hvar hann var staddur reyndist þrautinni þyngri.“ Drykkjarvatnsvörumerki Jóns, Icelandic Glacial, hafði þá frá árinu 2016 verið styrktaraðili Golden Globe-verðlaunanna, einnar stærstu kvikmyndaverðlaunahátíðar heims, sem fer fram í stórum sal á Beverly Hilton-hótelinu, sem er við Beverly Hills á Los Angeles-svæðinu. Sögusvið frásagnarinnar sem er í tilkynningunni er Golden Globe-verðlaunahátíðin 2023 sem var stjörnum prýdd. Þar vann meðal annars kvikmyndagerðarmaðurinn goðsagnakenndi Steven Spielberg tvo verðlaun fyrir The FablemansGetty Í tilkynningunni segir að Silvertip hafi því vitað að Jón yrði viðstaddur hátíðina, sem fór fram þann 10. janúar 2023. Fyrirtækið hafi því ráðið sem stefnuvott fyrrverandi útsendara frá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, til að hafa uppi á honum á meðan hátíðin var í gangi. Þessum útsendara hafi ekki tekist að komast í stóra sal Beverly Hilton-hótelsins, þar sem hátíðin fór fram, en er þrátt fyrir það sagður hafa beðið í hótellobbíinu um nokkurra klukkutíma skeið. Um tvö um nóttina hafi hann haft upp á símanúmeri Jóns og sent á hann spurninguna „Í hvaða herbergi ertu?“ Jón hafi svarað strax, og gefið upp herbergisnúmerið. „Þannig okkar maður fór einfaldlega upp til hans, bankaði upp á, og kom honum á óvart,“ er haft eftir Sadat. „Þetta eru bara kábojar, kúrekar“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sadat að þessi lýsing sé rétt. Jón kannast hins vegar ekki við hana. „Umbjóðandi minn er meðvitaður um niðurstöðu dómstólsins í New York og um tilkynningu sem lögmenn Silvertip létu senda frá sér,“ segir í yfirlýsingu frá Patrick D. Bonner, lögmanni Jóns, vegna fyrirspurnar fréttastofu. Hann segir Jón jafnframt ekki kannast við þessa lýsingu úr tilkynningunni af stefnunni. „Þeir eru bara að reyna að búa til einhverja kúrekamynd úr þessu,“ segir Jón um þessa Golden Globe-frásögn. „Það eru engir fagaðilar sem vinna svona, þetta eru bara kábojar, kúrekar.“ Bonner segir að málið sé enn í gangi, og líkt og áður segir segist Jón ekki hafa áhyggjur af því. Sadat segir að Jón geti áfrýjað, en það muni ekki fresta réttaráhrifum og að áfrýjunin myndi ekki bera árangur. Dómsmál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Vatn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Jafnframt kannast hann ekki við frásögn þess efnis að fyrrverandi útsendari FBI hafi birt honum stefnu málsins þegar hann var viðstaddur Golden Globe-verðlaunahátíðina vestan hafs árið 2023. Félagið sem höfðaði mál á hendur Jóni og félögunum þremur, sem öll eru kennd við orðið „Baraka“, heitir Silvertip Capital. Stefnan varðaði lán sem Silvertip mun hafa veitt Baraka í lok árs 2016 og byrjun árs 2017 sem hljóðaði upp á 3,1 milljón Bandaríkjadali. Síðan árið 2022 hafi Silvertip krafist þess að lánið yrði endurgreitt og í kjölfarið höfðað málið. Fram kemur í dómsskjölum að Jón hafi reynt að fá málinu vísað frá þar sem lögsagnarumdæmi umrædds dómstóls í New York hefði ekki lögsögu yfir honum þar sem hann væri búsettur á Íslandi og fyrirtækin skráð erlendis. Dómurinn féllst ekki á það. Niðurstaða dómsins var sú að Jón og Baraka skyldu greiða Silvertip 3,1 milljón Bandaríkjadali auk vaxta, sem hljóðar samanlagt upp á 4,378 Bandaríkjadali. Þar að auki segir í dómnum að níu prósenta vextir munu leggjast árlega á upphæðina verði hún ekki greidd. „Þetta er bara skrípaleikur. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig,“ segir Jón í stuttu samtali við fréttastofu. Reifarakennd frásögn af gömlum FBI-liða á verðlaunahátíð Fréttastofa frétti af málinu vegna tilkynningar frá almannatengslastofu þar sem greint var frá niðurstöðu dómsins. Í henni birtist frásögn um það hvernig Silvertip höfðaði málið á hendur Jóni. Í tilkynningunni segir að Jón lifi svokölluðum þotulífstíl (e. jet-setting lifestyle), sem þýði að hann ferðist mikið um heiminn og dvelji ekki endilega lengi á einum stað í einu. Þotulífstíllinn hafi gert Silvertip erfitt fyrir, en félagið ætlaði að birta honum stefnu málsins sem hafi verið gefin út í desember 2022. „Hann gat verið hvar sem er í heiminum þessa vikuna og annars staðar þá næstu,“ var haft eftir Arash Sadat, lögmanni Silvertip. „Að komast að því hvar hann var staddur reyndist þrautinni þyngri.“ Drykkjarvatnsvörumerki Jóns, Icelandic Glacial, hafði þá frá árinu 2016 verið styrktaraðili Golden Globe-verðlaunanna, einnar stærstu kvikmyndaverðlaunahátíðar heims, sem fer fram í stórum sal á Beverly Hilton-hótelinu, sem er við Beverly Hills á Los Angeles-svæðinu. Sögusvið frásagnarinnar sem er í tilkynningunni er Golden Globe-verðlaunahátíðin 2023 sem var stjörnum prýdd. Þar vann meðal annars kvikmyndagerðarmaðurinn goðsagnakenndi Steven Spielberg tvo verðlaun fyrir The FablemansGetty Í tilkynningunni segir að Silvertip hafi því vitað að Jón yrði viðstaddur hátíðina, sem fór fram þann 10. janúar 2023. Fyrirtækið hafi því ráðið sem stefnuvott fyrrverandi útsendara frá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, til að hafa uppi á honum á meðan hátíðin var í gangi. Þessum útsendara hafi ekki tekist að komast í stóra sal Beverly Hilton-hótelsins, þar sem hátíðin fór fram, en er þrátt fyrir það sagður hafa beðið í hótellobbíinu um nokkurra klukkutíma skeið. Um tvö um nóttina hafi hann haft upp á símanúmeri Jóns og sent á hann spurninguna „Í hvaða herbergi ertu?“ Jón hafi svarað strax, og gefið upp herbergisnúmerið. „Þannig okkar maður fór einfaldlega upp til hans, bankaði upp á, og kom honum á óvart,“ er haft eftir Sadat. „Þetta eru bara kábojar, kúrekar“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sadat að þessi lýsing sé rétt. Jón kannast hins vegar ekki við hana. „Umbjóðandi minn er meðvitaður um niðurstöðu dómstólsins í New York og um tilkynningu sem lögmenn Silvertip létu senda frá sér,“ segir í yfirlýsingu frá Patrick D. Bonner, lögmanni Jóns, vegna fyrirspurnar fréttastofu. Hann segir Jón jafnframt ekki kannast við þessa lýsingu úr tilkynningunni af stefnunni. „Þeir eru bara að reyna að búa til einhverja kúrekamynd úr þessu,“ segir Jón um þessa Golden Globe-frásögn. „Það eru engir fagaðilar sem vinna svona, þetta eru bara kábojar, kúrekar.“ Bonner segir að málið sé enn í gangi, og líkt og áður segir segist Jón ekki hafa áhyggjur af því. Sadat segir að Jón geti áfrýjað, en það muni ekki fresta réttaráhrifum og að áfrýjunin myndi ekki bera árangur.
Dómsmál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Vatn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira