Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar 25. apríl 2025 14:45 Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn)
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar