Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 20:40 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjórI Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira