Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 22:01 Lóan er sumarfugl Íslendinga. Aldís Pálsdóttir Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“ Fuglar Dýr Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“
Fuglar Dýr Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira