Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 16:56 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Einar Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari. „Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að afl að hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil,“ segir í fréttatilkynningu um umsögnina. BSRB hvetji ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum, sem séu að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem allir búi við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu. Hagræðing bitni helst á konum Í tilkynningu segir að rúmlega sjötíu prósent starfsfólks hins opinbera séu konu og þær nýti þjónustu hins opinbera meira og njóti tilfærslna í meira mæli en karlar. „Hagræðing í opinberum rekstri bitnar því sérstaklega á starfsaðstæðum og lífskjörum kvenna og því þarf að horfa til áhrifa á kynin þegar ákvarðanir í opinberum fjármálum eru teknar.“ Í greinagerð með fjármálaáætlun sé ítrekað bent á þá áskorun sem felst í skorti á fólki til starfa í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þessa stöðu verði ekki séð að auka eigi fjárframlög sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa nema til að mæta lýðfræðilegri þróun. BSRB leggi áherslu á að auka þurfi fjárheimildir til heilbrigðiskerfisins til að bæta heilbrigðisþjónustu í landinu en forsenda þess sé að dregið verði úr manneklu, veikindatíðni, starfsmannaveltu og starfsumhverfi bætt. BSRB mótmæli einnig harðlega niðurskurði í mennta- og menningarmálum. Ósvífið að bæta kjör öryrkja á kostnað atvinnulausra BSRB hafni því alfarið að nýtt örorkulífeyriskerfi verði fjármagnað með niðurfellingu á framlögum ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og styttingu atvinnuleysistryggingatímabilsins. „Bætt kjör örorkulífeyrisþega eru fagnaðarefni en það er ósvífið að þær umbætur séu fjármagnaðar með lífeyriskjörum láglaunafólks og afkomu fólks á atvinnuleysisskrá.“ BSRB leggi áherslu á að haldið verði áfram að draga úr tekjuskerðingum barnabóta, hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi eftir árið 2026 og tryggja afkomu þeirra tekjulægstu í fæðingarorlofi. Engin skýr áform sé að finna um þessi mikilvægu fjölskyldumál í fjármálaáætluninni. Hvetja stjórnvöld til að setja háleit markmið Loks segir að BSRB hvetji stjórnvöld til að setja sér háleit markmið um gæði opinberrar þjónustu og gera starfsaðstæður starfsfólks ríkisins að forgangsmáli og draga þannig úr veikindakostnaði og þeim kostnaði sem felst í starfsmannaveltu. Með þessum aðgerðum megi ná fram verulegri hagræðingu til lengri tíma, auk þess sem ríkisstjórnin myndi sýna hugrekki og marka árangursrík spor í sögu þar sem hagræðingaraðgerðir hafa reynst árangurslitlar og oft skaðlegar. Lesa má nánar um afstöðu BSRB í umsögn bandalagsins um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál hér. Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að afl að hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil,“ segir í fréttatilkynningu um umsögnina. BSRB hvetji ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum, sem séu að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem allir búi við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu. Hagræðing bitni helst á konum Í tilkynningu segir að rúmlega sjötíu prósent starfsfólks hins opinbera séu konu og þær nýti þjónustu hins opinbera meira og njóti tilfærslna í meira mæli en karlar. „Hagræðing í opinberum rekstri bitnar því sérstaklega á starfsaðstæðum og lífskjörum kvenna og því þarf að horfa til áhrifa á kynin þegar ákvarðanir í opinberum fjármálum eru teknar.“ Í greinagerð með fjármálaáætlun sé ítrekað bent á þá áskorun sem felst í skorti á fólki til starfa í velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þessa stöðu verði ekki séð að auka eigi fjárframlög sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa nema til að mæta lýðfræðilegri þróun. BSRB leggi áherslu á að auka þurfi fjárheimildir til heilbrigðiskerfisins til að bæta heilbrigðisþjónustu í landinu en forsenda þess sé að dregið verði úr manneklu, veikindatíðni, starfsmannaveltu og starfsumhverfi bætt. BSRB mótmæli einnig harðlega niðurskurði í mennta- og menningarmálum. Ósvífið að bæta kjör öryrkja á kostnað atvinnulausra BSRB hafni því alfarið að nýtt örorkulífeyriskerfi verði fjármagnað með niðurfellingu á framlögum ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða og styttingu atvinnuleysistryggingatímabilsins. „Bætt kjör örorkulífeyrisþega eru fagnaðarefni en það er ósvífið að þær umbætur séu fjármagnaðar með lífeyriskjörum láglaunafólks og afkomu fólks á atvinnuleysisskrá.“ BSRB leggi áherslu á að haldið verði áfram að draga úr tekjuskerðingum barnabóta, hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi eftir árið 2026 og tryggja afkomu þeirra tekjulægstu í fæðingarorlofi. Engin skýr áform sé að finna um þessi mikilvægu fjölskyldumál í fjármálaáætluninni. Hvetja stjórnvöld til að setja háleit markmið Loks segir að BSRB hvetji stjórnvöld til að setja sér háleit markmið um gæði opinberrar þjónustu og gera starfsaðstæður starfsfólks ríkisins að forgangsmáli og draga þannig úr veikindakostnaði og þeim kostnaði sem felst í starfsmannaveltu. Með þessum aðgerðum megi ná fram verulegri hagræðingu til lengri tíma, auk þess sem ríkisstjórnin myndi sýna hugrekki og marka árangursrík spor í sögu þar sem hagræðingaraðgerðir hafa reynst árangurslitlar og oft skaðlegar. Lesa má nánar um afstöðu BSRB í umsögn bandalagsins um tillögur til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030 og um fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030, 223. og 264. mál hér.
Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira