„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:32 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina. Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47
Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54