„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 16:16 Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi Man United við. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki. Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá 5-4 ævintýrinu gegn Lyon í vikunni. Hann setti þó lykilmenn á borð við Bruno Fernandes og Diogo Dalot inn þegar staðan var enn jöfn. Það dugði þó ekki til þar sem Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins. „Við þurfum að skora mörk. Það var tími þar sem við skoruðum ekki né sköpuðum færi. Við fengum fullt af færum til að skora en við skoruðum ekki, það er okkar helsta vandamál. Við fengum á okkur mark úr eina skoti þeirra á markið. Þeir skora eitt mark og við töpum leiknum.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni, það var ekki bara Rasmus Höjlund heldur allt liðið sem klúðraði færum í dag,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort danski framherjinn þyrfti meiri aðstoð. „Þetta tímabil mun enda svona svo við þurfum að taka það jákvæða með okkur og vinna í því sem við getum bætt. Þeir fá eitt tækifæri. Við þurfum að skoða allt, leikmannahópinn og hvað við viljum gera á leikmannamarkaðnum. Við munum sjá til. Við tölum saman alla daga, um næsta tímabil og hvernig með tímanum munum við geta bætt liðið.“ „Þeir (Tyler Fredricson og Harry Amass) spiluðu virkilega vel. Við þurfum að skora svo ungu leikmennirnir fái betri upplifun. Þessir dagar eru virkilega niðurdrepandi. Við vorum betri en andstæðingurinn en þú vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki.“ Eftir tap dagsins eru Rauðu djöflarnir og Úlfarnir í 14. og 15. sæti, bæði lið með 38 stig. Man United hefur hins vegar farið fjóra leiki án sigurs í deildinni á meðan Úlfarnir hafa unnið fimm í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá 5-4 ævintýrinu gegn Lyon í vikunni. Hann setti þó lykilmenn á borð við Bruno Fernandes og Diogo Dalot inn þegar staðan var enn jöfn. Það dugði þó ekki til þar sem Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins. „Við þurfum að skora mörk. Það var tími þar sem við skoruðum ekki né sköpuðum færi. Við fengum fullt af færum til að skora en við skoruðum ekki, það er okkar helsta vandamál. Við fengum á okkur mark úr eina skoti þeirra á markið. Þeir skora eitt mark og við töpum leiknum.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni, það var ekki bara Rasmus Höjlund heldur allt liðið sem klúðraði færum í dag,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort danski framherjinn þyrfti meiri aðstoð. „Þetta tímabil mun enda svona svo við þurfum að taka það jákvæða með okkur og vinna í því sem við getum bætt. Þeir fá eitt tækifæri. Við þurfum að skoða allt, leikmannahópinn og hvað við viljum gera á leikmannamarkaðnum. Við munum sjá til. Við tölum saman alla daga, um næsta tímabil og hvernig með tímanum munum við geta bætt liðið.“ „Þeir (Tyler Fredricson og Harry Amass) spiluðu virkilega vel. Við þurfum að skora svo ungu leikmennirnir fái betri upplifun. Þessir dagar eru virkilega niðurdrepandi. Við vorum betri en andstæðingurinn en þú vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki.“ Eftir tap dagsins eru Rauðu djöflarnir og Úlfarnir í 14. og 15. sæti, bæði lið með 38 stig. Man United hefur hins vegar farið fjóra leiki án sigurs í deildinni á meðan Úlfarnir hafa unnið fimm í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira