Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 10:06 Anthony Davis er farinn í sumarfrí eftir tapið í nótt. Getty/Justin Ford Stuðningsmenn Dallas Mavericks virðast hreinlega fegnir að leiktíð liðsins hafi lokið í NBA-deildinni í nótt og sumir ætla núna að styðja við Luka Doncic með LA Lakers í úrslitakeppninni. Þetta segir staðarmiðillinn The Dallas Morning News um viðbrögð stuðningsmanna við 120-106 tapinu gegm Memphis Grizzlies í nótt, í umspili um sæti í úrslitakeppninni. „Langri martröð okkar er lokið. Versta tímabil Mavericks frá upphafi,“ skrifar einn. „Rekið Nico, skiptið öllum út, seljið liðið,“ skrifar annar en Nico Harrison gæti varla verið óvinsælli eftir ákvörðunina um að skipta Luka Doncic út í vetur. Ákvörðun sem enginn virðist botna í og verður seint fyrirgefin. Anthony Davis, sem kom til Dallas frá Lakers þegar Doncic var skipt út, skoraði 40 stig og tók níu fráköst í leiknum í nótt. Hann átti samt erfitt með að spila í seinni hálfleik, vegna meiðsla í nára og baki, og hætti að spila þegar rúmar fimm mínútur voru eftir enda voru úrslitin þá ráðin. Ja Morant skoraði 22 stig fyrir Memphis, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar auk þess að stela boltanum þrisvar, þrátt fyrir ökklameiðsli sín. Jaren Jackson Jr. skoraði 24 stig og Desmond Bane 22 stig. ALL. THE. ANGLES. 📹🤳📸 https://t.co/c6HQCsf4hL pic.twitter.com/QA318aY4Uw— NBA (@NBA) April 19, 2025 Memphis mun nú mæta Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni austurdeildarinnar með því að vinna Atlanta Hawks, 123-114. Heat mun því mæta Cleveland Cavaliers, toppliði austurdeildarinnar, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þar með er allt klárt fyrir úrslitakeppnina sem hefst í dag með tveimur einvígum í austurdeildinni og tveimur í vesturdeildinni. Þetta eru einvígin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Twitter/Bleacher Report NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þetta segir staðarmiðillinn The Dallas Morning News um viðbrögð stuðningsmanna við 120-106 tapinu gegm Memphis Grizzlies í nótt, í umspili um sæti í úrslitakeppninni. „Langri martröð okkar er lokið. Versta tímabil Mavericks frá upphafi,“ skrifar einn. „Rekið Nico, skiptið öllum út, seljið liðið,“ skrifar annar en Nico Harrison gæti varla verið óvinsælli eftir ákvörðunina um að skipta Luka Doncic út í vetur. Ákvörðun sem enginn virðist botna í og verður seint fyrirgefin. Anthony Davis, sem kom til Dallas frá Lakers þegar Doncic var skipt út, skoraði 40 stig og tók níu fráköst í leiknum í nótt. Hann átti samt erfitt með að spila í seinni hálfleik, vegna meiðsla í nára og baki, og hætti að spila þegar rúmar fimm mínútur voru eftir enda voru úrslitin þá ráðin. Ja Morant skoraði 22 stig fyrir Memphis, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar auk þess að stela boltanum þrisvar, þrátt fyrir ökklameiðsli sín. Jaren Jackson Jr. skoraði 24 stig og Desmond Bane 22 stig. ALL. THE. ANGLES. 📹🤳📸 https://t.co/c6HQCsf4hL pic.twitter.com/QA318aY4Uw— NBA (@NBA) April 19, 2025 Memphis mun nú mæta Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni austurdeildarinnar með því að vinna Atlanta Hawks, 123-114. Heat mun því mæta Cleveland Cavaliers, toppliði austurdeildarinnar, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þar með er allt klárt fyrir úrslitakeppnina sem hefst í dag með tveimur einvígum í austurdeildinni og tveimur í vesturdeildinni. Þetta eru einvígin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Twitter/Bleacher Report
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira